<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 29, 2004

Þá er síðasta vinnuvikan fyrir páskafrí byrjuð. Helgin byrjaði vel brunuðum upp í Borgarfjörð með Lambastaðarbræðrum. Stefán kíkti á meðan á Bergþórugötuna og skemmti sér jafnvel ef ekki bara betur en við. Himininn var heiður og fallegur í Borgarfirðinum og er langt síðan ég hef séð svona margar stjörnur,sáum við líka einn gervihnött skjótast um geiminn. Strákarnir reyndu að að gera okkur ,,húkkt" á einhverju sértrúarspili sem heitir Catan. Eru reglurnar frekar flóknar. Teningum er kastað og maður fær kindur og leir og reynir að skipta því yfir í hey og stál til að geta byggt veg, bæ eða borg og síðan má ekki gelyma þróuninni. Ekki hef ég neina löngun til að spila þetta spil aftur á næstunni svo þeim tókst ekki alveg að veiða mig. Ef þeir hefðu hinsvegar leyft mér að vinna er aldrei að vita hvort ég væri enn að spila Catan(Satan).

Laugardagskvöldið var rólegt enda kominn heim úr bjórdrykkjunni í stjörnubjörtu sveitinni. Horfði á Popp punkt og trufluðu stjórnendur mig svolítið. Dr.Gunni var eins og undanrenna svona skegglaus og í ljósblárri skyrtu, maður sá næstum í gegnum hann. Felix sá maður næstum alls ekki því bolurinn hans og tjaldið bakvið voru í sama lit reyndar held ég þessi neikvæðni hafi stafað af því að Buttercup var að vinna. Það er bara eitthvað við þessa hljómsveit sem ég þoli ekki, hef aldrei gert það og mun aldrei gera.

Bíllinn okkar er á verkstæði og vorum við víst búin að fara svo illa með hann að bremsuslöngurnar voru farnar að bólgna og sitthvað fleira var að sem ég skil ekki og segi bara já þegar það er úrskýrt fyrir mér annars ætti ég að láta bifvélavirkjan tala við Stefán því hann hefur meiri bílaáhuga en foreldrar hans tilsamans. 'I þessu bílleysi labbaði ég allaleið niður úr bæ og heim í gær. Það er mjög langt síðan ég hef labbað eitthvað er alltaf á bíl. Þegar ég kom heim fannst mér ég eiga alveg skilið að borða eitt XXXXXLL Prins póló.

|

föstudagur, mars 26, 2004

Við Stefán erum heima í dag því Kolla dagmamma er veik. Erum hérna í rólegheitum Stefán er búinn að horfa á Stubbana horfir á sömu spóluna aftur og aftur og fær aldrei nóg. Stubbarnir búa víst saman einhversstaðar á grænum hól,með þeim býr Núnú sem er víst voða snjöll ryksuga. Stubbarnir ættu kannski frekar að heita Subburnar því á þessari spólu eru þeir slettandi Stubbabúðing, hendandi Stubbabrauði út um allt og þrífa ekkert upp eftir sig. Þeir búa ekki heldur um rúmið sitt heldur er Núnú á fullu við að þrífa og búa um eftir Subburnar. Er verið að kenna börnum að það sé allt í lagi að sulla og rusla til og þau þurfi ekkert að ganga frá eftir sig af því að Núnú (mamma) kemur og gerir það.

Eurovisionlagið var í Gísla Martein á laugardaginn og strax á mánudaginn var Ísland í dag komið með æsifréttina um að lagið væri stolið. Ég myndi frekar segja að myndbandið sé stolið. Mér finnst ég hafa séð það oft áður, Jónsi með einhverri stelpu upp í rúmi í koddaslag og hlaupandi um í fjörunni og allir voða happý.Kann hann ekki að leika annað en velta sér í fjörunni eða er hann að reyna að undirstrika að hann sé ekki gay ?
Annars fannst mér þetta ekkert spes lag þoli illa svona væmni var miklu hrifnari af Hljómsveit dr.Gunna og er trommuleikarinn þar í miklu uppáhaldi.

Stefán fór í klippingu í gær svo þið fyrir vestan getið tekið rakvélarnar úr hleðslu.Hann er loksins farinn að sjá út úr augunum aftur.Var mikið gert til að halda friðinn ég var með vatnsbrúsan og sprautaði ýmist uppí eða framan í hann. Ekkert mikið bara svona nokkra dropa í einu til aðdreifa athyglinni.

Langar að biðja Orm einfætta að skila sokkum sem hann hefur fengið lánaða úr skúffunum hjá mér ég er með 10 tær og er ekki einfætt.

|

sunnudagur, mars 21, 2004

Ég vil byrja á því að óska minnstu systur minni henni Jóhönnu til hamingju með afmælið á fimmtudaginn. Stefán kom heim á miðvikudaginn. Það var hún Elísa systir sem kom með hann. Komu þau fljúgandi og lét Stefán mjög ófriðlega í vélinni ég held að honum hafi verið spillt með ofdekri fyrir vestan t.d heimtaði hann um kvöldið að hann yrði svæfður um kvöldið hann sem fer alltaf að sofa sjálfur. Afa hans fannst hann líka vera orðin frekar vel hærður og munaði litlu að hann hefði farið með hann til rakarans. Ég lofa að það verði búið að klippa hann fyrir páska.

Elísa stoppaði í nokkra daga og erum við búnar að þræða verslanir bæjarins. Við fórum t.d í Ikea og keypti ég trébíla fyrir Stefán sem ég hélt að Emil hefði tálgað en svo voru það bara einhver óþekk börn Kína. Vegna þess að það hefur gengið svo vel með orkideuna keypti ég drekapálma sem virðist vera við hestaheilsu og harðari af sér. Kannski hann sé meira svona fyrir byrjendur en orkidean.

Ef það er einhver sem vill endilega gleðja mig þá sá ég gallajakka og skó sem ég verð að fá fyrir sumarið.

Sigrún og Hildur komu í mat á föstudaginn eldaði ég alveg rosa góðan lax. Sigrún kom með páskaegg fyrir mig það var svo lítið að það borgaði sig ekki að geyma það til páska svo ég boðaði það í gær. Málshátturinn var ,,Neyðin kennir naktri konu að spinna". Maðurinn hennar er tannlæknir og ég held ég sé komin með tannpínu.



|

þriðjudagur, mars 16, 2004

Hér er allt mjög rólegt og einfalt því Stefán er fyrir vestan og þarf maður bara að hugsa um rassinn á sjálfum sér. Ekki nenni ég að reyna sinna orkideunni því mér sýnist hún hafa gefið upp öndina. Öll blómin eru dottin af og hún byrjuð að skrælna "það er allt í lagi með hana" var sagt við mig um daginn þegar ég fór með hana og síðan hef ég verið ofsótt af fallega blómstrandi orkideum út um allan bæ. Ég hef ákveðið að fleygja henni í hausin á einhverjum strafsmanni Blómavals og heimta nýja því þessi hafi verið dauðvona þegar ég fékk hana.

Ég væri alveg til í að fá í kvöldmat, matinn sem var á árshátíðinni. Það voru kalkúnabringur og voru þær svo mjúkar og góðar og sósan frábær. Skammturinn var frekar stór og það var bara einn á mínu borði sem fékk sér ábót. Hann borðaði eins og hann væri í akkorði, síðan raðaði hann endalaust í sig af konfekti með kaffinu. Við krakkarnir í H-stuð vorum frekar flott og stóð fólk upp og klappaði með þegar við sýndum þeim afrakstur vetrarins í "dance away" vekefninu sem er samevrópskt dansverkefni til að losa um steitu.

Það er mikið af heillaóskum sem þurfa að komast til skila. Ragnheiður og Rúnar eignuðst strák 8. mars og svo fæddist annar strákur 12. mars og var það uppháhalds frænka mín hún Íris og hann Albert sem eignuðust hann. Strákurinn hennar Írisar var 16 merkur og 50,5 cm. Mamma mín á einmitt líka afmæli 12 mars og svo átti pabbi minn afmæli í gær 15. mars vil ég óska öllu þessu fólki til hamingju með tímatmótin í sínu lífi

Er þetta þá ekki orðið gott

|

miðvikudagur, mars 10, 2004

Stefán er að fara vestur um helgina á meðan mamma hans og pabbi fara á árshátíðir. Þar er greinilega sama grínið í gangi því ég á að koma með fermingamynd og hann með mynd síðan hann var 6-11 ára. Veit einhver út á hvað þetta gengur ? Er ennþá að vesenast með þessi föt og nennti ekki að gera neitt í gær bara horfa á sjónvarpið. Get stundum orðið pirruð á öllu þessu drasli sem er boðið upp á svo er rassinn á manni svo þungur að það er ekki hægt að standa upp og fara gera eitthvað annað. 'A síðasta föstudag sá ég t.d. þátt á Popptv sem hét 100ogeinn. Þar var einhver hárgreiðslu hommi með míkrafón sem fór á Vegamót að tékka á gellum. Gekk þetta út á að tala við stelpur í fleygnum bolum og spyrja stráka hvort það væru einhverjar gellur á staðnum rosalega spennandi og spyrillinn varð alltaf meira fullur eftir því sem leið á nóttina. Vonandi leið honum jafn illa og mér þegar hann horfði á þetta.

|

sunnudagur, mars 07, 2004

Ég veit ekki alveg afhverju sami textinn kom fjórum sinnum ég gerði ekkert vitlaust.
Er byrjuð að gera pils fyrir áshátiðina en litunin á efninu í toppinn tókst ekki vel ég reyndi í þrjá tíma og er það ennþá grátt ég verð þá eins og málmklumpur þar sem pilsið er gyllt.

|

laugardagur, mars 06, 2004

Verð að vera dugleg að blogga eitthvað svo Magga marsóða skammi mig ekki fyrir leti.
Þetta var ekki góður dagur þótt það væri nammidagur ég er bara búin að borða óholt td. fjórar brauðsneiðar með hnetusmjöri og sultu ,bland í poka og meira til en á eftir eitt Milky way sem ég reyni að troða í mig á eftir. Veit ekki alveg með þetta nammid. system ég held ég borði meira núna en áður.
En dagurinn byrjaði einhverntíma í nótt þar sem Stefáni fannst voða sniðugt að vakna kl 4 og vera vakandi í svona tvo og hálfantíma og vakna svo aftur fyrir átta,maður er ekkert rosahress.Ég staulaðist fram til að ná í Fréttablaðið en þá er það ekki komið ég varð alveg ofboðslega pirruð fyrst ég þurfti að drattast á lappir svona snemma þá ætlaði ég að lesa blaðið og fá mér te en nei ekkert blað og ég held að þetta blaðabarn ætti að fá sér nýja vekjaraklukku því blaðið kom kl 3.
Svo eftir að hanga inni annan dag líður mér eins og ég sé orðin veik svo ég dreif mig út í smá göngutúr en þar sem ég var ekki að fara neitt sérstakt og ekki með vagnin leið mér eins og hálfvita og vissi ekkert hvernig ég ætti að vera og var komin heim eftir fimm mínútur.
Orkidean er söm við sig ekkert að hressast kannski ætti ég að prufa gefa henni einn stíl ?

|
Verð að vera dugleg að blogga eitthvað svo Magga marsóða skammi mig ekki fyrir leti.
Þetta var ekki góður dagur þótt það væri nammidagur ég er bara búin að borða óholt td. fjórar brauðsneiðar með hnetusmjöri og sultu bland í poka og meira til en á eftir eitt Milky way sem ég reyni að troða í mig á eftir. Veit ekki alveg með þetta nammid. system ég held ég borði meira núna en áður.
En dagurinn byrjaði einhverntíma í nótt þar sem Stefáni fannst voða sniðugt að vakna kl 4 og vera vakandi í svona 2 og hálfantíma og vakna svo aftur fyrir átta maður er ekkert rosahress.Ég staulaðist fram til að ná í Fréttablaðið en þá er það ekki komið ég varð alveg ofboðslega pirruð fyrst ég þurfti að drattast á lappir svona snemma þá ætlaði ég að lesa blaðið og fá mér te en nei ekkert blað og ég held að þetta blaðabarn ætti að fá sér nýja vekjaraklukku því blaðið kom kl 3.
Svo eftir að hanga inni annan dag líður mér eins og ég sé orðin veik svo ég dreif mig út í smá göngutúr en þar sem ég var ekki að fara neitt sérstakt og ekki með vagnin leið mér eins og hálfvita og vissi ekkert hvernig ég ætti að vera og var komin heim eftir fimm mínútur.
Orkidean er söm við sig ekkert að hressast kannski ætti ég að prufa gefa henni einn stíl.

|
Verð að vera dugleg að blogga eitthvað svo Magga marsóða skammi mig ekki fyrir leti.
Þetta var ekki góður dagur þótt það væri nammidagur ég er bara búin að borða óholt td. fjórar brauðsneiðar með hnetusmjöri og sultu bland í poka og meira til en á eftir eitt Milky way sem ég reyni að troða í mig á eftir. Veit ekki alveg með þetta nammid. system ég held ég borði meira núna en áður.
En dagurinn byrjaði einhverntíma í nótt þar sem Stefáni fannst voða sniðugt að vakna kl 4 og vera vakandi í svona 2 og hálfantíma og vakna svo aftur fyrir átta maður er ekkert rosahress.Ég staulaðist fram til að ná í Fréttablaðið en þá er það ekki komið ég varð alveg ofboðslega pirruð fyrst ég þurfti að drattast á lappir svona snemma þá ætlaði ég að lesa blaðið og fá mér te en nei ekkert blað og ég held að þetta blaðabarn ætti að fá sér nýja vekjaraklukku því blaðið kom kl 3.
Svo eftir að hanga inni annan dag líður mér eins og ég sé orðin veik svo ég dreif mig út í smá göngutúr en þar sem ég var ekki að fara neitt sérstakt og ekki með vagnin leið mér eins og hálfvita og vissi ekkert hvernig ég ætti að vera og var komin heim eftir fimm mínútur.
Orkidean er söm við sig ekkert að hressast kannski ætti ég að prufa gefa henni einn stíl.

|
Verð að vera dugleg að blogga eitthvað svo Magga marsóða skammi mig ekki fyrir leti.
Þetta var ekki góður dagur þótt það væri nammidagur ég er bara búin að borða óholt td. fjórar brauðsneiðar með hnetusmjöri og sultu bland í poka og meira til en á eftir eitt Milky way sem ég reyni að troða í mig á eftir. Veit ekki alveg með þetta nammid. system ég held ég borði meira núna en áður.
En dagurinn byrjaði einhverntíma í nótt þar sem Stefáni fannst voða sniðugt að vakna kl 4 og vera vakandi í svona 2 og hálfantíma og vakna svo aftur fyrir átta maður er ekkert rosahress.Ég staulaðist fram til að ná í Fréttablaðið en þá er það ekki komið ég varð alveg ofboðslega pirruð fyrst ég þurfti að drattast á lappir svona snemma þá ætlaði ég að lesa blaðið og fá mér te en nei ekkert blað og ég held að þetta blaðabarn ætti að fá sér nýja vekjaraklukku því blaðið kom kl 3.
Svo eftir að hanga inni annan dag líður mér eins og ég sé orðin veik svo ég dreif mig út í smá göngutúr en þar sem ég var ekki að fara neitt sérstakt og ekki með vagnin leið mér eins og hálfvita og vissi ekkert hvernig ég ætti að vera og var komin heim eftir fimm mínútur.
Orkidean er söm við sig ekkert að hressast kannski ætti ég að prufa gefa henni einn stíl.

|

föstudagur, mars 05, 2004

Stefán fór í 18 mánaða skoðun síðasta föstudag þar var hann vigtaður og mældur og er orðinn 85cm og 10.6kg hann fékk líka sprautu og sagði læknirinn að hann gæti fengið hita eftir svona viku. Í morgun þegar við vöknuðum var hann kominn með hita svo við erum búin að vera heima í dag. Þegar maður þarf að vera heima langar mann rosalega mikið að vera annarsstaðar. Ég er alltaf að leita mér að einhverju að borða og er búin með heilan pakka af Remi súkkulaðikexi (það eru reyndar bara 12 í pakkanum) sem var ætlaður fólki sem kæmi í heimsókn. Þar nammidagakerfið en vonandi læt ég nammipokan sem er uppi í skáp vera.
Orkidean er ekkert hress þótt hún sé búin að fá bollan sinn fyrir þessa viku. Ég fór með hana í Blómaval á síðustu helgi útskýrði fyrir konu sem var að vinna þarna að ég væri ekki búin að gefa henni of mikið að drekka og væri búin að setja hana inn á bað. Henni fannst þetta ekkert merkilegt og sagði að hún myndi jafna sig henni hefði kannski orðið kalt. Þetta var svona eins og þegar maður fer til læknis hann segir að það sé ekkert að og maður eigi bara að taka lýsi.
Við Kristján erum að fara á árshátíðir á næstu helgi þær eru á sömu helginni svo við verðum að fara í sitthvorulagi. Ég er búin að ákveða í hvaða skóm ég ætla að vera en er í algjörum vandræðum með restina. Litaði í gær silki sem átti að verða svart en var silfurlitað og er það ekki alveg að ganga því skórnir eru gulllitaðir en ég reyni aftur í kvöld og vonandi tekst þetta. Annars er sköpunargáfan einhversstaðar í fríi því mér hefur ekki gengið nógu vel að ákveða hvað ég ætla svo að gera úr þessu efni.Ég er ég líka búin að lofa Kristjáni að ég klári jakkafötin sem ég gaf honum ermina af í jólagjöf árið 2000. Það hefur örugglega aldrei tekið svona langan tíma að gera ein föt þótt ég sé nú stundum lengi að vinna þá eru þrú á allt of langur tími.
Dr.Gunni minnti áhorfendur Skjás eins á að horfa á Fólk með Sirrý (ætli hann horfi oft) á miðvikudagskvöldið og ég kikti aðeins og hún mætti nú alveg fara að fá sér nýja eyrnalokka í staðin fyrir þetta músanet sem hú er alltaf með í eyrunum.
Jæja nú vaknar Stefán og þá er bloggtíminn búin því hann vill alltaf hjálpa til en er bara ekki nógu góður í stafsetningu ennþá.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?