<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 25, 2005

Ég var klukkuð af Stínu au-pair, hér koma fimm óþarfar staðreyndir um mig.

1. Ég verð aldrei sjóveik, fór fyrst út á sjó 9 mánaða.

2. Mér finnst gott að sofa út.

3. Ég man dagsetningar ótrúlegavel, t.d hvað ég var að gera 22. okt 2003

4. Ég hef horft á Leiðarljós, veit hvað allar persónurnar heita.

5. Ég er með fresturnarsýki, geri allt á síðustu stundu og kem yfirleitt of seint.

Ég klukka Elísu, Jóhönnu, Kiddý, Sunnu og Elínu skólasis

|

fimmtudagur, september 08, 2005

Úff í skólanum í gær var ég með kennarasleikjunni allan daginn, svo við
Sunna ákváðum að skreppa upp í Kringlu í hádeginu í smá therapíu. Sunnu vantaði svartar ermar, sem eru bráðnauðsynlegar þegar maður vill ekki alltaf vera að flagga bingóhandleggjunum, við fórum í uppáhalds búðina okkar. Þar fundum við þessar fullkomnu ermar og vorum við svo heppnar að starfsfólk búðarinnar hafði eitthvað ruglast á verðmerkibyssunni og kostuðu þær 1350kr, vinkona okkar keypti svona ermar fyrr í sumar á 4ooo kall, svo var verðið á þeim enskum pundum á miðanum sem var 36 pund þannig það var eitthvað rugl í gangi. Ég keypti líka pils sem átti að kosta 45 pund en var merkt á 1600 kall svo ég keypti það líka við ætluðum varla að þora á kassan því við héldum að þessi villa væri ekki í kassakerfinu, vá hvað við vorum ánægðar þegar við fórum aftur í skólan, í rússi, eftir að hafa gert kaup ársins. Það sem við erum samt svo hissa á er að engin virist skilja okkur þegar við erum að tala um þetta. Kriss spurði mig t.d hvort ég vildi fara að fá hans hlið í fataskápnum.

|

laugardagur, september 03, 2005

Skólinn byrjaði aftur í vikunni og var ekki þverfótað þar fyrir fjarnemum ekki var hægt að komast á klósettið, fá bílastæði eða að borða þar sem þeir voru allstaðar, fjandans fjarnemar. Ég hitti fáar bekkjarsystur mínar sem var svolítið leiðinlegt og ennþá leiðinlegra var ein kelling sem er með mér í textíldeildinni, hún var endalaust gjammandi á meðan kennarinn var að útskýra verkefnin sem við eigum að skila ,,hvað á það að vera magar blaðsíður, hversu mörg stykki eru það sem á að skila" og svo að auki er hún kennarasleikja, algjörleg óþolandi , en annars leggst þetta bara nokkuð vel í mig.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?