<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 22, 2006

Fyrir 25 árum eignaðist ég litla systur, hana Elísu. Ég man eftir því að pabbi kom í hádegismat til ömmu og afa í Túngötunni og hringdi á sjúkrahúsið til að athuga hvort mamma væri búin að eiga. Kannski keyrði hann hana þangað á leiðinni í vinnuna um morguninn, svoleiðis var þetta víst í gamla daga.

Elísa til hamingju með daginn.

|

föstudagur, apríl 07, 2006

Ómerkikertið ég er í viðtali í Mogganum í dag. Þar segi ég frá blindraveitingastaðnum í Berlín sem við Kristján fórum á í brúðkaupsferðinni okkar. Á myndinni sem fylgir myndinni ber ég hinsvegar enginn merki um það að vera gift því ég er ekki með hringinn minn. Þetta var algjör klaufaskapur í mér, við Kristján erum ennþá í góðu stuði og harðgift.

|
Það er eitthvað við átakið sem er í gangi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, Gefðu geit, sem minnir mig á fóstbræðraskets.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?