<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 20, 2005


Þetta var æði, takk fyrir okkur!!!!

|

þriðjudagur, júní 07, 2005

Á síðasta laugardag fékk ég senda körfu um klukkan hálf tvö, í henni var voru gamalr myndir af mér í bekkjarpartý þar sem ég var með skemmtiatriði. Búið var að endurgera búninginn sem ég var í á myndunum og átti ég að reyna líkjast stelpunni á myndunum sem mest. Upphófst nú mikið stresskast þar sem ég hafði aðeins hálftíma að gera mig tilbúna og pakka niður allkyns dóti sem ég átti að hafa meðferðis. Klukkan tvö var ég svo sótt af manni á mótorhjóli, hræddi hann úr mér líftóruna og skilaði mér svo að lokum niður í grasagarð þar sem umslag beið mín, var þar einnotamyndavél og skilaboð frá vinkonum mínum. Ég leysti hinar ýmsu þrautir í garðinum og þurfti að biðja gesti garðsins að taka myndir af mér við hinar ýmsu aðstæður. Þegar því var lokið hitti ég vinkonur mínar sem höfu dúkað upp borð og buðu upp á bjór og samlokur, það var reyndar ekki eins og ég hefði ekki fengið neitt að drekka í ratleiknum. Þegar ég hafði kastað mæðinni var mér tilkynnt að ég væri á leið á landsleik í fótbolta þar sem ég væri með skemmtiatriði í hálfleik, þær voru með músikina og ég átti að æfa dans. Ég var nú ekki alveg til í þetta, frekar önug gæs með stæla, ég sá samt það að þýddi ekkert að mótmæla og æfði mig aðeins. Reyndar var mér orðið ólgatt af stressi og reyndi að stinga af þegar við löggðum af stað á leikinn, sem betur fer var þetta allt saman algjör lygi og við fórum í Laugar en ekki á Laugadalsvöllinn. Í Laugum fórum við danstíma þar sem við lærðum nokkur dansspor og fékk ég svo herra sem dansaði við mig, reyndar varð ég að fá mér tyggjó svo ekki myndi svífa á hann. Eftir nokkur frábær danstilþrif var ég send í nudd fórum við svo í gufubað og eftir það fengum við okkur drykk á veitingastaðnum. Eftir alla þessa afslöppun gerðum við okkur sætar og fínar fórum við í heimahús borðuðum góðan mat og drukkum mikið mikið áfengi, allavega ég. Ég fékk svo gjafabréf í gerfineglur daginn fyrir brúðkaupið, þetta var frábær dagur og ég þakka alveg innilega fyrir mig. Einnig verð ég að biðja Kristján afsökunar á öllum geðvonskuköstunum sem ég tók í síðustu viku þegar ég efaðist um það að vinkonur mínar væru undirbúa eitthvað fyrir mig. Hvernig gat ég eftast um það veit ég ekki, þar sem ég virðist eiga bestu og skemmtilegustu vinkonur í heimi (væmni).

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?