<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Ég bíð spennt eftir því að hægt verði að borga í verslunum með fingrinum t.d vísi. Hægt væri að græða smá flögu undir húðina, debetkortið í hægri fingurinn og vísa(vísafingur) í þeim vinstri. Málið er nefnilega það að ég er alltaf að gleyma veskinu, búin að setja allt í körfuna og komin á kassan svo er ekkert veski í vasanum. Ef ég er heppin hef ég gleymt því út í bíl en annars þarf að sækja það heim og það er nú ekki alltaf auðvelt vegna allra gatnaframkvæmdana sem snúa manni í endalausa hringi . Mikið getur allt verið pirrandi.......

Hefur þú séð punginn á þér ???

|

miðvikudagur, september 22, 2004

Í dag er bíllausidagurinn og hvað geri ég, keyri á. Alveg frábært ég er búin að vera hugsa í allan dag á meðan ég hef verið að keyra hvort maður ætti nokkuð að vera að standa í því að eiga bíl. Þeir eru dýrir eiga það til að bila, ég er samt ótrúlega heppin þekki besta bifvélavirkjann og svo getur maður átt það á hættu að keyra á jafnvel á bíllausadaginn.

|

mánudagur, september 20, 2004

Í dag eingnaðist ég frænku og ákvað að senda Elísu systir og Palla hamingjuóskir. En þetta gengur eitthvað erfiðlega hjá mér er komin úr allri æfingu og búið að breyta öllu umhverfinu. En vonandi verður ekki svona langt í næsta blogg.


|
Ég ákvað að blogga í dag til að óska Elísu systir og Palla til hamingju með prinsessu Pálsdótturhttp://www.geocities.com/elisastef sem fæddist í nótt. Hún var 52 cm og 3590gr og svakasæt.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?