fimmtudagur, júní 10, 2004
Ég er komin í ,,sumarfrí" og veðrið gæti ekki verið betra það er öskrandi blíða. Ég byrjaði sumarfríið á að skella mér í Baðhúsið, aðeins að hamast til að geta borðað meira í sumar. Ég búin að fara í langarm göngutúr (borða meira) og svo erum við Stefán á leið í sund svo ég verði brún en ekki eins og undanrenna á litin. Stefán verður hinsvegar baðaður upp úr sólarvörn. Í kvöld ætla ég svo að hitta Au-perurnar mínar á kaffihúsi aldrei þessu vant verður sullað í kaffi í staðin fyrir bjór.
Þegar ég var í Baðhúsinu í morgun voru tvær konur (þær voru feitari en ég) að tala um að það væri búið að stela öllum nýju hárblásurunum nema einum. Hvað er að ? Þarna er meðalaldurinn örugglega um þrítugt og er fólk á miðjum aldri að leggja það á sig að stela einum hárblásara sem er hægt að kaupa úti í búð fyrir 3000kall. Mamma og pabbi hætta að lesa núna. Ég man eftir því að hafa farið í gegnum hnupltímabil þegar ég var í gaggó og stolið einhveju ómerkilegu drasli t.d. eldrauðum varalit og alveg ótrúlega dökku meiki sem ég notaði samt og fannst ég vera voða pæja. Eru kannski konur á breytingaskeiðinu veikar fyrir hlutum sem liggja á glámbekk ? Ég er allavega alveg yfir mig hneyksluð.
Á morgun er ég að fara í óvissuferð með skólanum, ekki börnunum heldur fullorðnafólkinu. Vinkona mín sem vinnur á veitingastað sagðist vera búin að fá nóg að fullu skólastafsfólki í óvissuferðum, það væri allir alltaf svo fullir og engin nennti að borða neitt og í hverjum einasta hóp væri ælandi fólk út um allt. Vonandi verum við okkur til sóma hvert sem við förum og ef ég hitti vikonu mína lofa ég að reyna hafa stjórn á hópnum.
|
Þegar ég var í Baðhúsinu í morgun voru tvær konur (þær voru feitari en ég) að tala um að það væri búið að stela öllum nýju hárblásurunum nema einum. Hvað er að ? Þarna er meðalaldurinn örugglega um þrítugt og er fólk á miðjum aldri að leggja það á sig að stela einum hárblásara sem er hægt að kaupa úti í búð fyrir 3000kall. Mamma og pabbi hætta að lesa núna. Ég man eftir því að hafa farið í gegnum hnupltímabil þegar ég var í gaggó og stolið einhveju ómerkilegu drasli t.d. eldrauðum varalit og alveg ótrúlega dökku meiki sem ég notaði samt og fannst ég vera voða pæja. Eru kannski konur á breytingaskeiðinu veikar fyrir hlutum sem liggja á glámbekk ? Ég er allavega alveg yfir mig hneyksluð.
Á morgun er ég að fara í óvissuferð með skólanum, ekki börnunum heldur fullorðnafólkinu. Vinkona mín sem vinnur á veitingastað sagðist vera búin að fá nóg að fullu skólastafsfólki í óvissuferðum, það væri allir alltaf svo fullir og engin nennti að borða neitt og í hverjum einasta hóp væri ælandi fólk út um allt. Vonandi verum við okkur til sóma hvert sem við förum og ef ég hitti vikonu mína lofa ég að reyna hafa stjórn á hópnum.
|