þriðjudagur, október 26, 2004
Ritgerðin er komin til baka og hún var ekki rauð því hann Baldur notaði blýant. Ég slapp nokkuð vel frá þessu enda fékk ég góða hjálp. Hef heyrt af allskonar kommentum sem kennarirnir sendu frá sér eins og t.d þessi ritgerð á heima í grunnskóla, óskapnaður, er ekki allt í lagi heima hjá þér og endilega láttu mig vita ef þú átt við einhverja málörðuleika að stríða þetta kallast víst uppbyggileg gagnrýni. Ritgerðinni á ég svo að skila aftur á föstudaginn og fæ sennilegast einkunn þá.
Au-perurnar komu í heimsókn síðasta föstudag og horfðum við á Idol þegar við vorum búnar að stilla afruglaran inn á sjónvarpið. Vorum með tvo karlmenn í sitthvorum símanum annar með leiðbeiningar um sjónvarpið og hinn um afruglaran erum greinilega ekki eins tæ kniv æddar og við héldum.
Á laugardaginn var mér boðið í partý til konu sem ég hef unnið fyrir það var voða næs rólegt til að byrja með en svo varð svaka stuð og við enduðum í bænum á Rex af öllum stöðum. Ég fór í röð til að komast inn á Rex!!!!!!! var nú samt ekki viss hvar hún væri því hrúga af stelpum var fyrir framan dyrnar að rífast í dyraverðinum um að þær ættu að komast inn. En það er greinilega satt að fegurðin kemur innan frá því þarna er víst allt ,,fallega'' fólkið að skemmta sér og subbu skapurinn á klósettinu ótúlegur bréfa rusl út um allt og svo var setan dottin af einu klósttinu ég hélt ég væri komin á klósettið á Kaffi Austutstræti nema þetta var allt hannað. Held ég nenni þessu ekki aftur.
Ég gleymdi að minnast á það síðast að hún Jóhanna systir mín kom hingað í verkfallinu í heimilisfræði kennslu og útskifaðist með 10 takk fyrir hjálpina Vóvanna.
|
Au-perurnar komu í heimsókn síðasta föstudag og horfðum við á Idol þegar við vorum búnar að stilla afruglaran inn á sjónvarpið. Vorum með tvo karlmenn í sitthvorum símanum annar með leiðbeiningar um sjónvarpið og hinn um afruglaran erum greinilega ekki eins tæ kniv æddar og við héldum.
Á laugardaginn var mér boðið í partý til konu sem ég hef unnið fyrir það var voða næs rólegt til að byrja með en svo varð svaka stuð og við enduðum í bænum á Rex af öllum stöðum. Ég fór í röð til að komast inn á Rex!!!!!!! var nú samt ekki viss hvar hún væri því hrúga af stelpum var fyrir framan dyrnar að rífast í dyraverðinum um að þær ættu að komast inn. En það er greinilega satt að fegurðin kemur innan frá því þarna er víst allt ,,fallega'' fólkið að skemmta sér og subbu skapurinn á klósettinu ótúlegur bréfa rusl út um allt og svo var setan dottin af einu klósttinu ég hélt ég væri komin á klósettið á Kaffi Austutstræti nema þetta var allt hannað. Held ég nenni þessu ekki aftur.
Ég gleymdi að minnast á það síðast að hún Jóhanna systir mín kom hingað í verkfallinu í heimilisfræði kennslu og útskifaðist með 10 takk fyrir hjálpina Vóvanna.
|
þriðjudagur, október 19, 2004
Það er hundleiðinlegt veður og skítkalt, ég fór á tónleika á föstudaginn og þá held ég að það sé komin tími fyrir smá blogg. 'Ég hef ekkert að segja um þetta rok nema að það er vinsamlegast beðið um að drífa sig eitthvað annað. Ísfirska nýbylgjan var alveg frábær og einstaklega vel að henni staðið verð ég nú bara að segja.
Hef ekki ennþá fengið ritgerðina til baka ennþá, Baldur situr með rauða pennan krotandi út um allt en það er víst á stefnuskránni að skila henni í næstu viku. Í morgun fór ég í stærðfræðipróf, það eru næstum tíu á síðan ég gerði það síðast. Sat sveitt og reiknaði út fibonacci,ssd og msf eða var það mfs svo má náttúrulega ekki gleyma gullnasniðinu??? Til hvers. Eftir stærðfræðiprófið hljóp ég í aðra stofu og var þar með málstofu ásamt þrem öðrum bekkjarsystrum mínum. Við fjölluðum um skólann og markaðslögmálin, mætum allar í skólabúningum með auglýsingum og bjuggum til skólabækur styrktar af hinum ýmsu fyrirtækjum ákváðum að taka öfgarnanr þótt við værum allar á móti því að frjálshyggjan flæði inn í skólakerfið. Fengum ágætis viðbrögð frá bekknum nema við komum víst aðeins við strákinn í bekknum sem reyndist vera frjálshyggju maður og honum fannst við afturhaldssamar.
Innbrotsþjófar eru víst farnir að stela matvælum þarf fólk nú að vera var um sig þegar það kemur úr Bónus með alla pokana að engin sé að fylgjast með því og þjófurinn noti tækifærið og steli ostinum úr ísskápnum þegar maður stekkur út.
|
Hef ekki ennþá fengið ritgerðina til baka ennþá, Baldur situr með rauða pennan krotandi út um allt en það er víst á stefnuskránni að skila henni í næstu viku. Í morgun fór ég í stærðfræðipróf, það eru næstum tíu á síðan ég gerði það síðast. Sat sveitt og reiknaði út fibonacci,ssd og msf eða var það mfs svo má náttúrulega ekki gleyma gullnasniðinu??? Til hvers. Eftir stærðfræðiprófið hljóp ég í aðra stofu og var þar með málstofu ásamt þrem öðrum bekkjarsystrum mínum. Við fjölluðum um skólann og markaðslögmálin, mætum allar í skólabúningum með auglýsingum og bjuggum til skólabækur styrktar af hinum ýmsu fyrirtækjum ákváðum að taka öfgarnanr þótt við værum allar á móti því að frjálshyggjan flæði inn í skólakerfið. Fengum ágætis viðbrögð frá bekknum nema við komum víst aðeins við strákinn í bekknum sem reyndist vera frjálshyggju maður og honum fannst við afturhaldssamar.
Innbrotsþjófar eru víst farnir að stela matvælum þarf fólk nú að vera var um sig þegar það kemur úr Bónus með alla pokana að engin sé að fylgjast með því og þjófurinn noti tækifærið og steli ostinum úr ísskápnum þegar maður stekkur út.
|
mánudagur, október 04, 2004
Það er ömurlegt veður úti og ég er föst á Ísafirði, það er ekkert leiðinlegt við Ísafjörð en ég hafði bara hugsað mér að gera eitthvað annað en að bíða eftir að vindinn lægi. Labba um húsið hjá mömmu og pabba og kíki hvað er til í íssápnum og kexskápnum og rek svo nefið út í glugga til að tékka á veðrinu.
Ástæðan fyrir ferð minni hingað vestur var að skoða littlu dúlluna hjá Elísu og Palla og svo að fara á tónleika með Homebrakers. Stelpan er náttúrulega algjört krútt og tónleikarnir voru vel heppnaðir.
Í dag skilaði ég ritgerð sem hefur verið að gera mig brjálaða síðustu sex vikur. Það er ekki eins og þetta hafi verið einhver risa smíð heldur var hún aðeins rúmlega tvær síður. Það er bara búið að taka okkur gersamlega á taugum yfir þessu, beita sjokk treatment og ég veit ekki hversu góð kennsluaðferð það er því ég hef ekki hugsað um neitt annað en þessa ritgerð og önnur fög orðið útundan. Maður fær samt hálgert spennufall og ég er voða fegin að þetta er búið og nú get ég farið að kvíða fyrir því að fá ritgerðina aftur í hausinn útkrotaða. Æ ég held ég fari bara og kíki í frystinn núna og fái mér ís
|
Ástæðan fyrir ferð minni hingað vestur var að skoða littlu dúlluna hjá Elísu og Palla og svo að fara á tónleika með Homebrakers. Stelpan er náttúrulega algjört krútt og tónleikarnir voru vel heppnaðir.
Í dag skilaði ég ritgerð sem hefur verið að gera mig brjálaða síðustu sex vikur. Það er ekki eins og þetta hafi verið einhver risa smíð heldur var hún aðeins rúmlega tvær síður. Það er bara búið að taka okkur gersamlega á taugum yfir þessu, beita sjokk treatment og ég veit ekki hversu góð kennsluaðferð það er því ég hef ekki hugsað um neitt annað en þessa ritgerð og önnur fög orðið útundan. Maður fær samt hálgert spennufall og ég er voða fegin að þetta er búið og nú get ég farið að kvíða fyrir því að fá ritgerðina aftur í hausinn útkrotaða. Æ ég held ég fari bara og kíki í frystinn núna og fái mér ís
|