<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 02, 2004

Þetta er nú meira aumingja bloggið ekkert að gerast hér á meðan allt er á fullu allstaðar. Jólaskraut fýkur út úr búðum og jólinn nálgast hratt. Ég fór í Ikea um daginn og ætlaði að kíkja á jólaskraut en það var bara allt búið og kemur ekki aftur fyrir jól þetta var í nóvember erum við geðveik. Síðasti skóladagurinn á morgun og svo koma prófin ég fékk reyndar til baka tvö verkefni í vikunni og enn og aftur voru það frumtölur á ferðinni sömu og síðast. Reyndar var alveg ótrúlegt að við skildum hafa fengið eitthvað fyrir stærðfræðiritgerðina þar sem í umsögninni stóð að verkefnið væri ,,stærðfræðilega fremur illa heppnað".

Fórum í sumabústað á síðustu helgi svona til að hitta hvort annað áður en jólaprófa- og bókaflóð hellast yfir okkur. Tókum Popppunktsspilið með og spiluðum aðeins, þetta var alveg frábært spil og ég gat svarað fullt af spurningum reyndar fór Kriss einn og hálfan hring á meðan ég drattaðist einn. Alveg frábært spil, vonandi næ ég einhverntíman að vinna Kriss. Í bústaðnum sá ég líka Gísla Martein og omægad hvað er þetta með Á móti sól hvað er að þeim þetta er nú ekki það góð hljómsveit að þeir ættu að vera gefa út plötu með áðurútgefnum lögum sem þarf ekkert að bæta (fyrir utan Sólstrandagæjana það er leiðinlegt sama með hverjum það er) það skín ennþá meira í gegn hversu hrútlélegir þeir eru og aumingja Gerður G. ætli hún hafi ekki fengið taugaáfall yfir þessari vitleysu og dottið í'ða alla vega þurfti ég þess.

Ég fór í dag á kalkúnaveiðar í dag og gekk ekkert allt of vel alveg ótrúlegt að t.d í Hagkaup er hægt að fá dúfur, akurhænur og fasana en ekki kalkún dáldið skrítið..............

Ætli ég sé eitthvað veik

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?