<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Ég ætla að fylgjast spennt með Stundinni okkar í dag en innhaldþáttarins svipar til spennuþáttar þar sem athæfi sem ekki eru ætluð börnum eru á dagskrá. Ég las á forsíðu DV í gær að dóp, morð og nauðganir væru í Stundinni. Ég horfði á síðasta þátt með Stefáni og var óvenju mikið af söngatriðum í sem komu öll frá einhverjum söngskóla úti í bæ. Ég var einmitt svolítið hissa á textunum sem krakkarnir voru að syngja en fyrst birtist lítill rappari sem söng um gæru með jarðaber á eða í rassinum næst birtist stelpa sem var örugglega ekki eldri en 10-11 og bað guð um megrunarkúr til að verða ekki dansari í yfirvigt. Mig grunar að þetta séu texar úr söngleiknum Fame en er við hæfi að krakkar séu syngja eitthvað svona bull bara af því að þetta er úr vinsælum söngleik? Eða hvað með þegar ég sá poppara sem var orðaður við kókaíneyslu syngja að honum vantaði spýtur og sög eða voru það spítt og slög..............

|

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Rosalega verður allt skítugt og sóðalegt úti þegar snjórinn fer. Labbaði úti litlu hverfisbúðina hérna í hlíðunum og draslið sem ég sá á leiðinni t.d snuð, hárbursta, sokk, fluglelda og svo er allt úti í sandi og hundaskít. Halda hundaeigendur að skíturinn bráðni með snjónum? Þegar ég kom svo út úr búðinni var risastór sheffer hundur fyrir utan held að hann hafi ekki komið undan snjónum en hann gellti eins og hann ætti lífið að leysa og stóð upp og horfði á mig eins og hann væri að segja ,,ég ætla að bíta þig". Ég þoli ekki hunda vegna þess að ég er hrædd við þá. Einu sinni þegar ég var lítil og var hjá vinkonu minni kom kona í heimsókn með sheffer sem var lögguhundur minnir mig, ég var svo hrædd að ég fór og faldi mig bakvið sófa. Svona getur maður verið mikil skræfa.......

|

mánudagur, janúar 24, 2005

Bóndadagurinn var síðasta föstudag og voru hugmyndir mínar til að gleðja minn bónda gerðar að engu með lélegu vöruúrvali í Skífunni og starfsfólkið þar hefur ekki svör við öllu. Þannig að hann fékk bara kort og súkkulaði stykki en ég mundi svo eftir því seinnipartin að bjór fyrir blóm hefur oftast virkað hingað til. Rás 2 stendur fyrir varli á kynþokkafyllsta karlmanninum þennan dag og virðist sú kosning vera farin að snúast upp í einhvert vinnustaða grín og engin kannst við þessi nöfn verðbréfasali, frostpinni og símamaður voru t.d á listanum í ár. Sigurvegari síðasta árs Jón Ólafsson náði ekki inn á topp 10 kannski það sé vegna þess að hann skildi en menn hafa átt erfitt uppdráttar ef þeir hafa skilið og svo sést í séð og heyrt undir fyrirsögninni komin með nýja. Logi Bergmann sem var fastagestur á þessum lista hefur ekki átt séns síðan hann skildi og fékk sér nýja. Ég gleymdi að senda inn mitt atkvæði en ég ætlaði að gefa stráknum bókabúða auglýsingunum mitt atkvæði ég kikna alveg í hnjáliðunum þegar hann segir frá DaVinci lyklinum og tala nú ekki um auglýsinguna með gatarann, hann mætti sko alveg gata mig...........

|

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Ááááááááá.........Fór í ræktina á þriðjudaginn og er með svo mikilar harðsperrur að ég get varla hreyft mig. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að drífa mig af stað er sú að á mánudagskvöldið tapaði ég heilum mánuði. Eins og sumir vita þá er fyrirhugað brúðkaup 17. júní í sumar og var ég alveg viss um að ég hefði sex mánuði þangað til að brúðkaupinu. Ég var eitthvað að ræða þetta við Kristján að það væru sex mánuðir í brúðkaupið, sagði hann mér að þeir væru bara fimm ég var nú ekki alveg að kaupa það og byrjaði að telja og svo úps bara fimm. Það er kannski tími til kominn að fara undirbúa brúðkaupið og mig svo ég líti ekki út eins og ísjaki á leiðinni upp að altarinu.

Ég er aftur komin í íþóttabuxurnar því veikindi hafa gert vart við sig hér á heimilinu einu sinni enn enn enn. Stefán er orðin veikur með hita og skelfilegan hósta og svo er hann búin að smita mig líka og fékk ég smá hita og kvef er að vona að hitinn komi ekki aftur og ég komist í skólann á morgun.

|

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Gleðilegt ár jólin eru víst búin svo það er tilgangslaust að óska gleðilegra jóla. Vonandi á árið eftir að batna það byrjar nú ekki of vel Stefán hefur verið með hita og endalaust kyngt niður snjó og ég hef ekki farið út úr húsi meirihlutan af árinu. Ég ætla vona að ég passi ennþá í gallabuxurnar mínar þegar ég ákveð að fara úr úr húsi og úr íþróttabuxunum. En við Stefán erum á leiðinni aftur suður á morgun, þá ætlar Elísa systir líka að fara heim til sín ætli hún fari fljúgandi. Það eina sem ég geri á daginn er að horfa á Friends og kíkja í tölvuna hvort þessir lötu kennarar í Khí séu búnir að fara yfir prófin. Þeir hafa frest til 10.jan það er allt of langur tími það er meira en mánuður hjá sumum, algjörlega fáránlegt ég var í sex fögum og bara búin að fá útúr þrem og bíð nú með hjartað í buxunum og þar hefur það verið síðan milli jóla og nýárs.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?