<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Sá utan á DV í dag að heppnasta kona á Íslandi er fundinn!!! Það er stelpa í Keflavík sem á kærasta í útlöndum, Kiefer Sutherland, sem er örugglega 20 árum eldri en hún. Skrítið hvernig þeir hafa fundið þetta út?? Ég á til dæmis fínan kærasta sem er ekki jafn gamall og pabbi minn eða með buxurnar niðrum sig í Séð og heyrt. Hann er alltaf hjá mér og er búin að lofa giftast mér í sumar, með honum á ég alveg einstaklega sætan strák svo eigum við meira að segja íbúð og bíl....heppnust??? Kannski ekki með bílinn.

|

sunnudagur, apríl 17, 2005

Núna á ég að vera skirfa leiðindabækur fyrir skólann sem ég á að skila á morgun svo þetta er rétti tíminn til að blogga.

Anna au-pair átti afmæli á föstudaginn, sama dag og Vigdís Finnboga. Ég hitti Vigdísi þegar ég var 6 ára. Hún var í opinberi heimsókn á Vestfjörðum og kom við á Ísafirði. Við krakkarnir í bænum stóðum og veifuðum fánum þegar hún keyrði inn í bæinn, hún lét okkur bíða heilleingi eftir sér, ég man að ég var alveg að pissa á mig og stóð einhvernveigin alveg í keng. Um kvöldið var kaffisamsæti í mötuneyti menntaskólans og var ég alveg ólm í það að fara og hitta forsetan, mamma var ekki til í að koma með mér, svo ég ákvað að fara ein, klæddi mig í sparifötin og labbaði niðureftir. Þegar ég kom að menntaskólanum og ætlaði að fara labba inn voru tvær löggur sem stóðu heiðursvörð, ég varð skíthrædd, hljóp aftur heim, grenjaði í mömmu um að koma með mér, mamma var 26 ára þegar þetta var, hún gafst upp á endanum og við fórum saman (hvar var Elísa??). Þarna var bara fullorðið fólk og ég var eina barnið. Vigdís kom og talaði við mig, ég fékk mér köku og svo fórum við mamma aftur heim. Þegar pabbi kom heim aftur sat ég alveg í leiðslu á rúminu mínu og sagði honum frá því að ég hefði hitt forsetan. Ætli krakkar í dag viti hver forsetinn er??

Í dag eru tveir mánuðir í brúðkaupið. Við erum að reyna skipuleggja þetta allt saman og erum t.d búin að finna sal, panta kirkju o.s.f.v. Ég fer bráðum að föndra boðskortin sem á víst að senda út 8-10 vikum fyrir brúðakupið, en gerir fólk nokkuð hvort sem er á 17.júní??

|

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ég er komin aftur frá Köben og var rosa gaman. Við vinkonurnar eyddu meiri tíma í búðum en á börum og vorum mest í H&M við Íris frænka vorum þar í 2 tíma held ég einn daginn, svo vorum við svo uppgefnar á kvöldin að við nenntum ekkert út, enda var drullukalt. Við gistum saman í íbúð þar sem var einn ofn í allri íbúðinni, nískupúkar þessir danir, tíma ekki að kynda. Þetta var rólegt allt saman nema síðasta daginn þegar allar búðirnar voru lokaðar settust við inn á bar um fimm leytið og vorum þar til miðnættis og drukkum bjór og skot. Á leiðinni heim vorum við orðnar svangar, þótt við værum búnar ar innbyrðra ágætis magn af fljótandi brauði, fórum við í 7-11 til að kaupa okkur pylsur. Það gekk vel þangað til tvær danskar fótboltabullur komu inn og voru með læti, konan sem var að afgreiða varð eitthvað pirruð og rak Sigrúnu og Hildi út og bannaði þeim að borða inni, Hildur var ekki alveg sátt við þetta svo þegar hún var komin út hennti hún pylsunni sinni inn í búðina. Stelpan sem var að vinna varð alveg brjáluð og rauk fram fyrir búðarborðið og út á eftir þeim og grýtti pylsunni í hausinn á Hildi. Hildur fór þá á eftir henni og hennti pylsunni aftur inn og konan gerði það sama aftur, greinilegt að viðskiptavinurinn hefur ekki rétt fyrir sér í Danmörku.

Daginn eftir fórum við heim, við hittum aftur hokkíliðið sem hafði setið fyrir aftan okkur á leiðinni út. Þetta voru unglingar með sítt að aftan, sólgleraugu og njálg!!! Við vorum ekkert himinlifandi yfir því að sjá þá og báðum vinsamlegast um að sitja ekki nálægt þeim, en konan sem tékkaði inn var örugglega vinkona pylsukonunnar því hún setti okkur inn í miðjan hópinn. Þeir höfðu svo ekki skipt um sokka síðan þeir komu til Danmörku svo maður leið liggur við út af vegna táfýlu.


Við vorum seinastar úr fríhöfninni því við vorum svo lengi að áveða hvað ætti að kaupa. Ég ákvað í stundarbrjálæði, sennilegast var ég í táfýluvímu, að kaupa i-pod mini og sé reyndar ekki eftir því hann er algjör snilld. Að fara í gegnum tollinn var samt ekki gaman því einum ferfættum tollverði fannst ein taskan mín mjög áhugaverð. Allt dótið mitt var tekið og skannað og fór ég svo á bak við gardínurnar þar sem hundurinn var orðin snaróður. Ég var alveg geðveikt stressuð og alveg eins og fáviti, glætan að ég fari að smygla einhverju ég svindla mér ekki einu sinni í strætó og þori heldur aldrei að vera með meira vín en má, konan fór að spyrja mig allskonar spurninga á meðan hún fór í gegnum töskuna hvað ég hefði verið að gera o.s.f.v. hvort ég hefði farið í Kristaníu, sem við gerðum, hvort ég hefði keypt eitthvað sem ég gerði, tösku sem hundurinn hafði engan áhuga á. Þegar hún tók upp úlpuna mína mundi ég að ég hefði verið í henni daginn sem ég fór þangað lét hana vita og þá var þetta eiginlega allt búið og ég fékk að fara. Mér leið eins og ég hefði verið vakandi í marga daga eftir þetta svo ég lagði mig þegar ég kom heim og var að vakna.......................

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?