<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ég man ekki eftir því að ég sé utan við mig en síðustu daga hef ég t.d staðið fast á því að ég sé að fara í próf á fimtudaginn, það var ekki fyrren mér var sýnd próftaflan að ég viðkenndi að þetta væri rugl í mér. Ég var búin að boða mig í heimsókn á fimtudagskvöldið til að hitta au-perurnar og fagna því að leiðinlegasta prófið væri búið.

Í gær morgun var próf kl: 9 og ég var komin upp í skóla á síðustu stundu, kann ekki nógu vel á klukku, fann listan með prófstofunni minni, listinn er þannig að það stendur kannski Anna-Elín og svo stofunr. ég er yfirleitt í fyrsta hópnum. Þegar ég kom inn í stofuna kannaðist ég ekkert við fólkið og spurði hvort þetta væri ekki NKS, þá var þetta fjarnámið, svo ég þurfti að hlaupa í hinn enda skólans kíkja aftur á listan, fann stofuna og settist niður svo þegar ég átti að merkja við mig á mætingarlistan sá ég að ég var aftur í vitlausri stofu en sem betur fer þurfti ég bara að fara í næstu stofu. Eitt atriði í viðbót sem lætur mig halda að ég sé að missa vitið ég mundi ekki passwordið mitt hérna á blogger.
Þegar ég var að byrja blogga bjó ég til síðu sem ég komst aldrei aftur inn á því ég mundi ekki hvert passwordið var.

Stefán Bjartur er á Ísafirði og erum við farin að sakna hans mikið hérna, þegar ég var í prófinu í gær, þar sem mátti hafa bækur, duttu myndir af honum út úr henni sem ég mundi ekki eftir að hafa sett inn í hana. Hann sagði við afa sinn að það væri komið sumar og þá þyrfti hann ekki að fara sofa, einnig er hann búin að vera vinna í garðinum sem kemur sé vel fyrir því við foreldrar hans höfum ekki með græna fingur.

Boðkortin fyrir brúðkaupið eru flest farin í póst, komin tími til það er eftir fimm vikur, og ættu þeim sem er boðið að vera fá þau þessa dagana. Þetta er allt að smella saman nema það er ekki alveg komið á hreint með matinn, gæti verið að gestirnir þyrftu að koma með nesti en við látum ykkur þá bara vita, við reddum þá drykkjunum.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?