<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Þá er ég búin að horfa á tvo þætti af Lost og hef sofið eins og ungabarn næturnar eftir. Ég er hætt að vera hrædd en er hinsvegar orðin ringluð. Ástæðan er sú að ég sá þátt um um Lost þar sem höfundarnir sögðu að það væru rökréttar skýringar á þessu öllu saman og það væri ekkert yfirnáttúrulegt í gangi á þessari eyju. Mér finnst einmitt að eftirfarandi hljóti að eiga sér afar eðlilegar skýringar. Kona sem bjó í holu í mörg ár, maður sem sennilegast búið í nokkur ár í innréttuðu rými lengst niðri í jörðinni og bíður eftir manni sem ætlar að segja honum brandara um snjókarla, gömul freygáta lengst inn í landi, fólk sem kallað er hinir og sýndist mér það vera vopnað eins og vondukarlarnir í Hringadróttinssögu og svo má ekki gleyma ísbjörninum í risaeðlustærð sem býr á þessari hitabeltiseyju.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?