<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Það er ekki búið að handtaka mig fyrir búðarþjófnað heldur er ég bara löt og hef ekki nennt að blogga. Ég á að vera sauma núna og þá fer ég auðvitað að blogga og hanga á netinu, verð svo brjáluð í kvöld yfir því að hafa ekki gert neitt í dag. Ég fór og hitti au-perurnar á síðasta föstudagskvöld við hittumst hjá Ingveldi. Það gerðist ekkert svipað og síðast þegar ég kom heim með marbletti og risastóran trefil. Við horfðum aðeins á fröken Reykjavík og létum nokkur orð falla um tilgangsleysi svona keppna og hvað þær litu allar eins út og svo var það bara sú sem var ekki dóttir heldur hét Slender eða eitthvað svoleiðis sem vann. Við Ingveldur fórum svo í bæinn og enduðum á 22 af því okkur langaði að dansa en það var nú ekki mikið af fólki þar en við þurftum akkert eitthvað annað fólk til að skemmta okkur. Vaknaði svo á laugardaginn með smá hausverk sem var svona fram eftir degi en svo horfði ég bara á Stubbana og þá var hann farinn.

EKKI KAUPA VILKO VÖFFLUR !!!!!!!! Á sunnudaginn ætluðum við að baka vöfflur og eins og allt nútíma fólk höfum við ekki tíma til að vera hræra deigið sjálf svo við vorum með pakka frá Vilko. Þvílík skelfing þetta festist allt við járnið við erum reyndar svo vel búin í eldhúsinu og eigum tvö járn svo við prófuðum hitt það er með teflonhúð en það festist allt aftur. Það var hræðilegt að þrífa þetta af og ég var að klikkast var líka orðin svolítið svöng (þá verð ég ofboðslega pirruð) eins gott það voru engir gestir því ég hefði örugglega lamið þá með jáninu í hausinn og vonadi hitti ég aldrei neinn sem vinnur hjá Vilkó. EKKI KAUPA VILKÓ VÖFFLUR !!!!!!!!!!!!!!

Best ég láti ykkur bara vita að ég blogga sennilegast ekkert meira fyrren á föstudag.

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er held ég sé að reyna fella Baugsveldið. 'Eg er farin að stela einum og einum hlut óvart þegar ég er að versla. Þetta er reyndar eins og ég sagði áðan óvart og gleymi ég að taka eitthvað upp úr körfunni ég hef til dæmis ekki borgað fyrir eina mjólk,ger og rauðlauk þetta fatta ég kannski þegar ég er að raða í pokann og er búin að borga og skammast mín svo mikið að ég get ekki sagt neitt. Ég verð að fara passa mig svo ég verði ekki tekin og löggan sæki mig því ég stal einni rauðri papriku. Kannski eru þeir farnir að fylgjast með mér ég er Konan í rauðu úlpunni eins og mamma sagði mér frá sem stundaði búðarhnupl fyrir vestan.

Ég var spurð að því hvað væri að frétta af orkideunni. Hún er dauð nánartiltekið steindauð og verða ekki fluttar fleiri fréttir af henni hér, á reyndar eftir að fara með hana út í tunnu held það verði bara það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim í dag. Drekapálminn sem ég keypti um daginn hefur það annars voða fínnt. Hann er þægilegur þarf bara vökva hann eftir minni, held það sé meira svona planta sem henntar mér.

Ég trúi því ekki að það sé komin rigning ég sem er að fara út í kvöld og ætlaði að vera í fína gallajakkanum sem ég keypti á síðustu helgi var ekki að koma sumar ?? Ég var búin að gleyma hvernig þetta er hér á sumrin. Við au-perurnar erum að fara hittast í kvöld til að fara á peruna það verður gaman eins og alltaf og er ég bara orðin svolítið spennt vona bara það stytti upp sem fyrst.

|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Elísa systir á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Elísa vonandi er klukkan ekki orðin tólf.

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Stefán er búinn að skipta yfir á sumartíman og er núna tveimur tímum á undan foreldrum sínum. Hann fer nú samt ekkert fyrr að sofa heldur er hann að vakna löngu áður en við höfum nokkurn áhuga á að opna augun hvað þá t.d að rjúka á lappir og leika með bíla kl 6:30 á laugardagsmorgni. Þetta gerðist einmitt síðasta laugardagsmorgun.Var ég mætt upp í Ikea og búin að kaupa mykratjöld fyrir gluggan korter yfir tíu. Við festum þau svo upp á sunnudaginn og vonandi mætir engin með hallamálið til að tékka á þeim. Það er svo líka kominn tími til að ég setji almennilegar gardínur í staðin fyrir efnið sem ég fékk í vinnunni fyrir tveim árum.

|

laugardagur, apríl 17, 2004

Ummmmmm rosalega bý ég til góða pizzu.....

|

föstudagur, apríl 16, 2004

Jæja þá er ég loksins staðin upp og farin út aftur. Mætti í vinnuna í morgun og er bara komin strax aftur í helgarfrí.

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður ( sem var reyndar haldin fyrir tæpri viku) var alveg frábær !! Ég brosti allan hringin allt kvöldið. Líka þegar eitthvað leiðinlegt var í gangi sem var nú ekki mikið af en alltaf eitthvað svona ,,voða flott stilla gítara eitthvað rugl" og ég var ennþá brosandi þegar ég vaknaði daginn eftir á hádegi aðeins ringluð. Ég var líka mjög ánægð þáttinn sem hún Helga Vala var með á Rás tvö frá Ísafirði síðasta laugardag og svo At-ið að hafa heilan þátt um hátíðina stórkostlegt komin tími til að sýna eitthvað jákvætt að vestan ekki alltaf bara fólksflótti og atvinnuleysi.

Mikið er ég fegin að hafa ekki horft á Bachelor núna. Kíkti aðeins í gær meðan ég beið eftir Skvísunum og þetta er ömurlegt. Hvað sem hann heitir sem var einu sinni feitur en mjókkaði sig fyrir þetta því þybbið fólk er náttúruleg viðbjóður og ekki hægt að bjóða sjónvarpsáhorfendum uppá svoleiðis, var slefandi uppí þær allar endalaust. Reyndar var Skjár einn búin að sýna hverja hann valdi þegar hann sýndi bleika
brúðkaupið hjá Twistu og Swan. Sem ég ætla nú ekki að byrja tala um.


|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Ég er veik og nenni ekki að blogga. En verð samt að óska henni Önnu til hamingju með daginn í dag ég held hún sé 19 ára ???

|

laugardagur, apríl 10, 2004

Það er alveg yndislegt að vera hérna hjá mömmu í fríi hún er líka besta mamma í heimi pabbi er alveg fínn líka. Þau eru pössuðu t.d fyrir okkur í gær ég skellti mér nefnilega á ball í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Írafár var að spila og svo ég sleppi nú öllum hroka viðurkenni ég að það var mjög gaman,reyndar búin að fá mér svona tvo bjóra og þá er nú alltaf gaman. Það var alveg ótrúlega mikið af fólki og var það misskemmtilegt eins og það var margt. Þótt ég hafi búið hér í 22 ár þá þekki ég yfirleitt enga nema þá sem ég er með á ballinu enda svo merkileg með mig og nennni ekki að blanda geði við eitthvað pakk.

Fyrr um daginn fórum við rúnt með vinafóllki okkar úr Reykjavík og sýndum þeim nálæg bæjarfélög þeim fannst við ekki áræðanlegir leiðsögumenn þar sem við vorum ekki alltaf viss hvað hin og þessi fjöll hétu. Fjöllin hér eru bara svo mörg að það er ógjörningur að muna öll nöfnin ekki eins og fyrir sunnan þar sem þarf bara að leggja nafn á einum hól á minnið. Sunna og Steini buðu okkur í kaffi og meðlæti margar sortir enda er hún Sunna fyrverandi heimilisfræðikennari( hún er samt ekki orðin þrítug) og alltaf gott bakkelsið hjá henni. Við enduðum svo þennan bíltúr í sumarbústað tengdó þar sem boðið var til þjóðlegar veislu. Boðið var uppá hangikjöt,svið og einnig voru þar fyrir þá alla hugrökkustu sviðalappir ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um og borðaði fimm... nei bara plata, fékk í hnén við að sjá þær svona með klaufunum á svo ég fékk mér bara svið. Ennig fengum við harðfisk sem maður fær aldrei nóg af og tengdapabbi á alltaf nóg af.

Í kvöld er svo stefnan sett á tónleikana Aldrei fór ég suður þar ætla ég t.d að horfa á uppáhalds trommaran minn og eitthvað fleira svo verður slappað af það sem eftir er af fríinu enda er langt síðan farið er út tvö kvöld í röð.

|

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er búin að drekka ótrúlega mikið vatn síðan ég kom vestur enda er hér besta vatn í heimi. Vatnið kemur úr jarðgöngunum og er það meira svalandi en annað vatn sem ég hef drukkið. Það þarf heldur ekki að láta það renna heillengi til þess að það verði kalt, svo er ekki þessi eggjalykt af heitavatninu eins og sumstaðar. Áður en vatnið fannst í göngunum var yfirborðsvatnsból hér og var því auðveldur aðgangur fyrir allskonar óþverra í vatnið. Á vorin þurfti maður t.d að setja þvottapoka utan um stútinn á baðinu svo karið yrði ekki fullt af mold einnig var magn heilsuspillandi gerla mjög hátt en það hefur bara styrkt hjá manni ónæmiskerfið hugsa ég enda erum við frekar hraust og verðum ekki oft veik. En þegar maður drekkur mikið vatn þá er maður alltaf að pissa svo ég get ekki skrifað meira

|
Þetta virðist vera komið í lag þá dríf ég mig út í góða veðrið þýðir ekkert að hanga inni í tölvunni maður fær bara kassalaga augu af því.

|
Þá erum við búin að skipta um föt og er rautt uppáhaldaliturinn minn. Ég skil samt ekki að ég var að reyna bæta inn nýjum link og hann endar á neðst á síðunni sama hvað ég reyni. Er þetta mjög pirrandi reyndar er ég frekar þreytt því honum Stefáni finnst svo gaman í dekurlandi að hann vaknaði kl sex.

|

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Þá er ég komin í alvöru páskafrí til mömmu hér á Ísafirði. Er nýbúinn að borða kökur hjá Elísu systir en Palli hennar átti afmæli í gær. Hér er sól og blíða og er víst aldrei rok hérna fyrir vestan en það verður rokk á laugardaginn jæja þá er ég rokin á skíði .

|

föstudagur, apríl 02, 2004

Helvítis Versló þoli þá ekki. Vildi að Borgó myndi vinna Gettu betur en verð sennilegast búin að gleyma þessu á morgun þegar ég vakna.

Mikið er gott að vera komin í páskafrí er meira að segja að borða páskaegg sem ég fékk gefins í dag. Eggið er frá Mónu og er ágætt ég er reyndar meira fyrir eggin hans Nóa en allt súkkulaði er gott. Drakk diet pepsí í kvöld eftir að Magga hvatti mig til þess og sagði að þá gæti ég drukkið gos án þess að hafa 15 sykurmola samviskubit . Eitthvað virist vera í þessu því mér finnst ég vera komin með hjartsláttartruflarnir og þurfa óeðlilega mikið á klósettið svona 700gr í hverri ferð. Er það kannski leiðin að mjónunni ?

Bílinn kom af spítalanum aftur í vikunni og var drifinn í skoðun í dag. Ekki seinna vænna því hann átti að skoða í ágúst í fyrra. Ég er búin að vera skíthrædd síðustudaga þegar ég fer út í bíl á morgnana að löggan sé búin að líma boðun í skoðun á númerið hjá mér um nóttina og ég þurfi að borga himinhá sekt. Reyndar stóð hann sig eins og hetja(bílinn) og flaug í gegn var samt frekar stessandi að horfa á manninn pota í bílinn og segja aldrei neitt. Ég var með kvíðahnút í maganum eins og ég væri í prófi.En síðan límdi hann 05 á bílinn og ég get verið róleg á morgun þegar ég fer út.

Það eru greinileg mjög spennandi tímar í mínu lífi núna þar sem ég sit á föstudagskvöldi og blogga um diet pepsí og bifreiðaskoðanir.

|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Stefán er að horfa á Subburnar svo ég stelst til að blogga aðeins. Ég vil byrja á að biðja Lambastaðarbræður afsökunar. Ég las á öðru bloggi að þeir væru svolítið sárir yfir því að illa hefði verið talað um spilið. Þetta er fínt spil ég er bara svo tapsár að ég var ennþá fúl á mánudeginum þegar ég bloggaði. Bara leyfa mér að vinna næst eða láta mig fá tré í staðinn fyrir allar þessar kindur ég er ekki smali og kann ekkert að reka sauðfé.

Mikið er ég fegin að mars er búin. Þjáðist af mikilli leti og átsýki var ekki róleg nema ég væri að borða eitthvað og varð það helst að vera súkkulði og ekki var verra að skola því niður með kóki þá alvöru ekkert diet drasl. Einnig hefur kortið í Baðhúsinu lítið verið notað meðaltal mætinga var einu sinni í viku en í apríl á allt að vera betra. Fyrsti dagurinn byrjaði bara vel fór á tónleika hjá Sinfóníunni í morgunn með skólanum var það skemmtilegra en að hanga yfir hinu alræmda stærðfræðiefni Geisla. Þessir tónleikar kölluðust ,,Gæsahúð" og var t.d spilað úr Lord of the rings og svo fleiri verk sem öll tengdust nornum og seiðkörlum.

Subburnar eru búnar og er togað í mig svo ég verð að hætta. jjjjjhjjjjjjjjjjjjjjjjjjkjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu 8888888nmbbbkkkkknnnnnn leyfði Stefáni aðeins og eins og þið sjáið þarf hann aðeins að laga stafsetninguna. Það sem hann vildi segja er Ég var að fá bréf frá leikskólanum og byrja í haust.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?