<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 30, 2004

Ég var í gaggó þegar ég byrjaði að hlusta á Pixies, við Hrabba fengum lánaðan disk hjá kærasta systur hennar og tókum upp á spólur. Svo hlustuðum ég, Sigrún,Jana og Hildur á Pixes í kjallaranum hjá Jönu þegar við vorum í menntaskólanum og yfirleitt alltaf þegar við hittumst fleiri en tvær og ætlum að hafa það skemmtilegt. Ég varð því spennt yfir því að hljómsveitin væri á leiðinni og keypti mér miða á tónleikana ,,fyrri tónleikana". Á miðvikudaginn í síðustu viku rann svo tónleikadagurinn upp (ég er bara svo léleg að blogga að þetta er fyrst að koma núna) og ekki fann ég fyrir því að ég væri á leiðinni á tónleika að sjá hlómsveit sem ég hefði haldið upp á í mörg ár og bjóst aldrei við að sjá á tónleikum. En áður en ég vissi af var ég mætt í Kaplakrika og inn í heitan salinn þar sem Ghostdigital spilaði og þvílík skelfing Einar Örn í flogakasti spyrjandi um penignana sína, var verið að gera grín að okkur. Skildi ekki afhverju Hljómsveit dr.Gunna hitaði ekki upp en fattaði það síðan þegar Pixies mætti á svið. Frank Black og Gunni er ansi líkir og þá sérstaklega svona í fjarlægð eru þeir næstum alveg eins. En já Pixixes byrjaði að spila og mikið eiga þau af góðum lögum en það var samt eitthvað sem var að trufla mig, kannski parið sem slefið slitnaði ekki á milli eða kellingin sem var með tyggjó í hnakkanum á mér. Hljómsveitin náði ekki að hreyfa við mér. Ég reyndi að koma mér í eitthvað stuð en það gekk ekki. Ég hugsaði um það að mér finndist væri meira gaman að hlusta á Pixies með vinkonum mínum en að horfa á þau upp á sviði og kannski hefði ég haft meira gaman af því að kaupa mér skó fyrir peninginn.

|

föstudagur, maí 21, 2004

Í dag er föstudagur og ég sagðist ætla blogga á föstudaginn....... fyrir löngu síðan. Svona er þetta nú bara maður getur ekkert verið að bulla í tölvunni þegar heilmikið annað er að gera. Svo sit ég bara hérna freðin og veit ekkert hvað ég á að segja.

Mikið var ég fegin þegar hljómsveitin Atómstöðin féll úr keppni í Popppunkti síðasta laugardag og að þurfa ekki horfa á þennan leiðinda gaur sem var í miðjunni rétta hendina upp í loftið og segja jeeeeeeeee annað kvöld. Þetta er nú samt held ég skelfilegasta hljómsveit landsins þeir áttu íslensku plötu vikunar á Rás 2 um daginn og guð minn góður. Ég held að daskrárgerðarfólkið hafi verið nokkuð sammála mér því lögin voru yfirleitt aldrei alveg spiluð heldur svona rétt fyrir fréttir og auglýsingar svo það þyrfti ekki að spila heilt lag. Ég hugsaði með mér hvað ég vorkenndi kærustunum þeirra Aumingja þær að þurfa að hlusta á þetta drasl finnast það skemmtilegt og mæta á tónleika. Þeir eiga nú samt örugglega engar kærustur voru frekar lúðalegir tímdu ekki að kaupa sér Henson galla heldur var einn í buxunum og hinn í peysunni glataðra getur það ekki verið.

Er fallin á tíma og verð að drífa mig að sækja Stefán.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?