<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fékk mjög skrýtið símtal í fyrra dag

Ég: Halló
Kona: Já halló Stefán?
É: ......Stefán Bjartur?
K: Já
É: Viltu fá að tala við hann?
K: Já er hann við?
É: Já en hann er tveggja og hálfsárs...... viltu tala við hann????
K: Ó ég er að hringja frá tannlæknastofunni til að minna á tíman hans á morgun
É: Takk fyrir
K: Bless
É: Bless...

Stefán fór sem sagt til tannlæknis í gær og stóð sig með prýði, engar holur.
Er að fara á árshátíð í skólanum á morgun og á bara eftir að sauma eitt pils fyrir bekkjarsystur mína, hana Ellu Gellu.

|

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Síðasta helgi var erilsöm hálfgerð mega-helgi. Byrjaði á því að horfa á Idol, skildi svo Stefán eftir í Eskihlíðinni og fór á tónleika með Reykjavík, Dáðadrengjum og krútt hljómsveit. Tónleikarnir voru í Stúdentakjallaranum og síðast þegar ég kom þangað sá ég örugglega tvöfallt því núna þegar í kom inn leið mér eins og í skókassa. Staðurinn hafði svo aðeins stækkað aftur þegar ég fór heim. Eftir að ég sótti Stefán úr pössun á laugardaginn ákvað ég að fara með hann í bió til að slá á samviskubitið því planið var að hann myndi gista aftur hjá frænku sinni næstu nótt því foreldrarnir voru á leið á þorrablót. Við Stefán fórum á Frílinn, skildi ekki afhverju myndin hét ekki bara fíllinn. Hann var voða stilltur (Stefán) og hélt athygli alla myndina, eftir hana var ég ennþá með samviskubit og gaf honum ís og litabók líka. Þorrablótið var algjör snilld, en kröfur voru um snyrtilegan klæðnað, þorramat og svo áttu allir að koma með skemmtiatriði. Verðlaun voru svo veitt fyrir bestu atriðin. Ég náði ekki að verja þriðja sætið frá því árið áður, mætti með leik sem ég bara nenni ekki að lýsa hér, enda fannst greinilega engum neitt til hans koma. Á síðunni hjá henni Kiddý eru myndir þrem efstu sætunum, það þarf bara aðeins að fara niður á síðuna. Sunnudagurinn fór svo bara í þynnku og ekkert meira um það að segja.

Reykjavík auglýsir sumarstörf fyrir ungt fólk, finnst mér eitthvað krípí við þessa mynd af blómapottinum.


|

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Í dag er öskudagur og fór ég í Kringluna reyndar ekki í búning, held ég að hann eigi frekar að heita öskurdagur. Börn hlupu um öskrandi í sykurvímu og einnig var hægt að sjá þau klifrandi upp á leiktækjum. Verslunarfólk er örugglega fegið að þessi dagur er bara einu sinni á ári og þeir passa sig alltaf á því að nammið sé búið rétt um hádegi skrítið að þeir panti ekki meira en árið áður?

Ég er ekki ánægð með að Kristall+ verði bannaður hann er alveg ótrúlega góður þessi með rauða tappanum held ég sé háð. Þannig ef þið sjáið mig einhversstaðar að overdósa á fólinsýru eftir að hafa fengið mér morgunkorn og Kristal+ vinsamlegast hjálpið mér á næstu neyðarmóttöku.

|

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Það er gaman að vita að einhver kemur við hérna á síðunni. Henni Línu vantar greinilega eitthvað til að lesa enda geta sumir fyrirlestrar verið ansi leiðinlegir. Ég er einmitt stödd á einum slíkum núna. Ég er búin að reyna að fylgjast með en er ekki alveg að meika það, sit tilbúin með glærurnar og reyni að glósa. Fyrirlesarinn er frekar eintóna talar lágt og lækkar röddina við og við og þá er eins og hann sé drukkin.

Á morgun er öskudagurinn og þá klæða börnin sig upp og öska eða hvað gera þau? Ég man í fyrra að þá var Femínistafélagið að kvarta yfir bæklingunum sem koma frá leikfangaverslunum að stelpur væru alltaf klæddar upp sem prinsessur en strákar sem ofurhetjur hver myndi setja strákinn sinn í auglýsingu klæddan upp sem prinsessa??? Ekki ég skildi ekki alveg hvers vegna þurfti endilega að henda öllum þessum dagbókum með brandarana eru þær ekkert að hugsa um trén og ósonlagið??

Að lokum vil ég benda hundaeigendum að fara út með hundana að skíta það er komin snjór!!!|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?