<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, október 26, 2005

Er að fara til útlandana á morgun og er komin með smá spenning í magann. Fengum flugferð frá bestu vinkonum mínum í brúðkaupsgjöf. Fór áðan og keypti rauða risastóra ferðatösku, ætla sko ekki aftur með gömlu portúgalshasstöskuna sem hundur var að reyna naga þegar ég kom síðast að utan. Ég á örugglega eftir að fylla hana því ég get pakkað létt, alltaf með allan fataskápinn og nota svo ekki helmingin. Við eigum örugglega eftir að gera ýmislegt skemmtilegt, pantuðum t.d borð á veitingastað þar sem borðað er í algjöru myrkri og þjónarnir eru blindir, sú sem benti okkur á þennan stað mælti sérstaklega með óvissuferðinni. Núna ætla ég að horfa á Tyru, athuga hvort ég gæti náð mér í einhver tips fyrir myndatökur í ferðalaginu og svo er bara reyna að fara sofa.

|

laugardagur, október 22, 2005

Ég fékk nýja vegabréfið mitt í pósti í dag. Þegar ég fór að láta taka myndina í það þá spurði konan hvort ég vildi vera brosandi eða ekki og fór að segja mér frá því að í Bandaríkjunum og Bretlandi sé búið að banna fólki að brosa á myndunum í vegabréfunum, hvaða máli skiptir það hvort maður sé brosandi eða ekki? Ég var skælbrosandi á myndinni í mínu, það er svo gaman að fara til útlanda að ég gat bara ekki annað en brosað. Ætli ég þurfi þá að fá nýtt vegabréf ef ég ætla að fara til Bandaríkjana?

Það kom líka annað bréf í póstinum það sem búið var að skrifa símanúmer utan á það, þetta var eitthvað ómerkilegt bréf um að ég fengi 3500kall í lífeyri á mánuði. Hvað er þetta símanúmer að gera þarna, á ég að hringja?

Eins og kom fram í klukkinu þá er ég með ferstunarsýki á hættulega háustigi, get aldrei verið með t.d verkefni í skólanum tilbúin á réttum tíma. Ég held að ef ég væri búin að vinna jafnt og þétt og gæti bara farið snemma að sofa daginn fyrir skil, myndi mér finnast að ég hefði ekki haft neitt fyrir verkefnunum. Ég átti að skila útsaumi á síðasta miðvikudag og er með allt ennþá hjá mér og ekki alveg búin svo á ég reyndar eftir að gera heilan helling áður en ég fer út, ég geri það bara kvöldið áður en ég fer út.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?